4.10.2008 | 11:48
Göngum til góðs.....
..... í dag 4, október....
Landssöfnunin Göngum til góðs er að þessu sinni helguð leitarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Kongó. Þar geisaði borgarastyrjöld 1998-2003 og enn eru átök milli stríðandi aðila í norðurhluta landsins. Talið er að um 1,3 milljón manns sé á flótta innan eigin landamæra, og árlega berast hundruð nýrra beiðna um aðstoð við að sameina sundraðar fjölskyldur á ný.
Á stríðsárunum 1998-2003 skráði Rauði krossinn rúmlega 6.000 börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína. Um 4.400 börn voru sameinuð fjölskyldum sínum á þessu tímabili. Í fyrra voru hátt í 500 börn sameinuð fjölskyldum sínum í Kongó en hundruð bíða enn í þeirri von að fjölskyldur þeirra finnist. Á þessu ári hefur Rauði krossinn sameinað um 200 börn og fjölskyldur þeirra í Kongó.
Leitarþjónusta Rauða krossins teygir anga sína um allan heim. Verkefnið er sérlega vel til þess fallið að vekja íslenskar fjölskyldur til umhugsunar um það neyðarástand sem fylgir vopnuðum átökum, um sundrungu fjölskyldna.
Því ætla ég að gera eins og öll hin skiptin að ganga til góðs.Það er alltaf gott að geta látið gott af sér leiða. Ég er því á leið niður í Rauðkross húsið hér á Strandgötunni í Hafnarfirði. Kveðja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 874
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
- Tvennt handtekið vegna líkamsárásar á Ísafirði
- Fótboltastrákar urðu að strandaglópum í Barselóna
Viðskipti
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
- Ræða áskoranir stafrænnar umbreytingar
- Ísland komið á stóra sviðið
- Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni
- Viðskiptastríð um fágætismálma
- Elísabet og Bergsveinn ráðnir markaðsstjórar
- Kínverjar vængstýfa Boeing
Athugasemdir
Ákvað að kvitta fyrir innlitið. Sá í blöðunum að ekki hefði verið nógu góð þátttaka í verkefninu "Gengið til góðs". Ég var ekki með núna en hver veit hvað gerist næst. Takk aftur fyrir upplýsingarnar vegna ritgerðarinnar. Náði að skila á réttum tíma og er nú orðin útivinnandi húsmóðir í fullu starfi svo það er nóg að gera
Þóra Þorgeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:29
Sæl Helena
við mæðgur misstum víst af þér. við gengum nefnilega líka til góðs líka en vorum farnar mun fyrr af stað. og mættum þá á svæðið aftur eftir að þú varst farin.
við biðjum að heilsa restinni af fjölskyldunni.
kv. Christa & Tara Lovísa litla frænka
p.s. við þurfum að fara að koma í heimsókn.
Christa (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.