4.11.2008 | 01:16
Námskeið á vegum félags stjúpfjölskyldna
í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands
Boðið verður upp á námskeið fyrir pör sem eru í stjúpfjölskyldum laugardaginn 15. Nóvember 2008 kl 9.00 13.00
Leiðbeinendur: Valgerður Halldórsdóttir Félagsráðgjafi, MA og Formaður Félags Stjúpfjölskyldna. Páll Ólafsson Félagsráðgjafi, MA
Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn
Fyrir nýja félagsmenn, sem skrá sig í félagið er gjaldið 6.000 kr (þar af eru 3.000 kr. sem fara í félagsgjöld fyrir árið 2008)
Utan félagsmenn og konur greiða kr. 10.000,-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 01:23
ENDURSKINSMERKI.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 01:19
Ég meina það.....
.... þetta er bara aðeins of mikið fyrir þjóðarsálina. Hvers eigum við að gjalda? Já, ég bara spyr?
Það er sama hvert litið er, alla vega ef við tölum um bankana á Íslandi og víðar. Hvernig gat þetta gerst? Þetta er nú alveg ótrúlegt ástand, sem skapast hefur á nokkrum dögum. Nei það er reyndar ekki rétt, fólk eins og ég og þið erum búin að segja í langan tíma hvernig getur þetta gengið svona hjá þessum peningagúrúum....... En auðvitað vissum við vel að þetta gæti ekki gengið stórslysalaust. Og PÆNG....... Allt sprakk þetta með dúndur hvelli. Og almúginn tekur skellinn... Eins og svo oft áður. Ég vona bara að vel gangi að rétta þjóðarskútuna við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 11:48
Göngum til góðs.....
..... í dag 4, október....
Landssöfnunin Göngum til góðs er að þessu sinni helguð leitarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Kongó. Þar geisaði borgarastyrjöld 1998-2003 og enn eru átök milli stríðandi aðila í norðurhluta landsins. Talið er að um 1,3 milljón manns sé á flótta innan eigin landamæra, og árlega berast hundruð nýrra beiðna um aðstoð við að sameina sundraðar fjölskyldur á ný.
Á stríðsárunum 1998-2003 skráði Rauði krossinn rúmlega 6.000 börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína. Um 4.400 börn voru sameinuð fjölskyldum sínum á þessu tímabili. Í fyrra voru hátt í 500 börn sameinuð fjölskyldum sínum í Kongó en hundruð bíða enn í þeirri von að fjölskyldur þeirra finnist. Á þessu ári hefur Rauði krossinn sameinað um 200 börn og fjölskyldur þeirra í Kongó.
Leitarþjónusta Rauða krossins teygir anga sína um allan heim. Verkefnið er sérlega vel til þess fallið að vekja íslenskar fjölskyldur til umhugsunar um það neyðarástand sem fylgir vopnuðum átökum, um sundrungu fjölskyldna.
Því ætla ég að gera eins og öll hin skiptin að ganga til góðs.Það er alltaf gott að geta látið gott af sér leiða. Ég er því á leið niður í Rauðkross húsið hér á Strandgötunni í Hafnarfirði. Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 13:12
Músík & Mótor...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 21:49
Stórsigur Arsenal gegn Twente
... Nema hvað Arsenal eru flottastir, alla vega af ensku liðunum. Eins og segir í fréttinni; Arsenal var ekki í vandræðum með að sigra Twente frá Hollandi, í seinni leik liðanna, þeir unnu 4:0 í kvöld og eru því komnir áfram í riðlakeppnina í Meistaradeildar Evrópu. Þetta er vonandi bara uppskriftin að góðu gengi á komandi leiktíð í Meistaradeildinni
Stórsigur Arsenal gegn Twente | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 22:41
Stórrasta landi í heimi......
....... sagði forseta frúin sjálf í dag, æi það var svo krúttlegt hjá henni. Mér finnst hún svo yndisleg og aðlaðandi og alltaf svo hún sjálf.
Það er bara hreint út sagt unun að fylgjast með okkar mönnum, ég er búin að sjá alla leikina hjá þeim, nema hvað. Þetta er besta sjónvarpsefni sem völ er á. En ég segi bara aftur og aftur áfram Ísland, strákarnir okkar og endilega hjálpum þeim með smá framlagi eins og verið er að biðja um.
Svo er bar að vakna snemma á sunnudagsmorguninn og hrópa og kalla og vonandi koma þeir með gullið heim en ef ekki þá verður það alla vega silfur. Þó ég hallist að GULLINU;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2008 | 23:40
Vá, vá, vá...... Krónan hvað???
Ekki ber á öðru en að krónan okkar styrkist og um heil 0,4% í dag. Og hvað eigum við að dansa og fagna, ég bara spyr . Það er löngu tímabært að stjórnvöld fari að taka ábyrgð á ástandinu hér og gengi krónunnar spilar þar stóra rullu. Hvað ætlum við að leyfa bönkunum að leika sér lengi á erlenda vísu, á okkar ábyrgð? Ég er búin að fá nóg og svo er um marga. Mér verður hugsað til þess að ég var fyrir akkúrat ári síðan stödd í París og þótti þá Evran standa fullstyrkum fæti miðað við okkar ágætu Krónu, en þá var Evran á sa. 90,00 en í dag er hún 121,6. Það segir sig sjálft að kaupmáttur launa okkar er enginn.... já enginn. Og stöðugleiki hvað er það? Hann er ekki til í íslensku efnahagslífi, þannig er það bara.Það er kominn tími fyrir aðgerðir...... Við verðum að koma hér á efnahagsástandi, sem fólk horfir til og trúir á. Halda kannski eihverjir að við kæmumst inn í EES eins og ástandið er hér ??? Nei, nei og aftur nei. Við getum gleymt öllu í þá veru. Ég held að fólk ætti aðeins að kíkja á það sem Árni Páll Árnason er að skrifa/ og segja http://www.arnipall.is Það er mjög fróðlegt fyrir alla. Ég gæti með leik skrifað hér margar síður af áhyggjum mínum af ástandinu hér í efnahagsmálum, því það líður ekki svo vikan að ég taki ekki syrpu ýmist í; huganum eða skelli því á mína pólitísku meðbræður, fjölskyldu og vini. En ég ætla að láta staðar numið hér og vona að eitthvað bitastætt fari að gerast, því ástandið kallar á að brugðist verði við og það ekki seinna en í dag. Ég læt hér staðar numið. Verð svo að fara og kaupa inn með krökkunum, því skólinn er að fara að byrja..... Alltaf hugur á heimilinu og viss spenna hjá börnunum að fara og hitta alla skólafélagana....
Krónan styrktist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 02:27
Þetta er eins og það á að vera....
............ Það er sumar og sól. Skrapp aðeins í Nauthólsvíkina í dag með vinkonu minni og hennar barni auk tveggja minna yngstu. Reyndar fóru þau öll á undan mér og voru mest allan daginn, en ég kom þegar ég var búin að vinna og fara á kynningu út í Gamla bókasafni, um Competo verkefnið. Ekki mættu margir þangað enda margir í sumarfríi, en kynningin var góð og frábært að sjá hvað okkar unga og efnilega fólk hér í Hafnarfirði er að gera. Þarna er um að ræða jafningjafræðslu fyrir unglinga frá 14-16 ára, sem eru í vinnuskóla Hafnarfj. Unnið var með t.d. fordóma og einelti. Alveg frábært að sjá hvað stjórnendurnir Þorsteinn og Olga eru að halda vel utan um þetta verkefni og frábær hópur með þeim.
Ég/við fékk skemmtilegt boðsbréf í pósti í dag frá frænku minni Guðnýju Láru og hennar maka Stefáni en þau voru að bjóða okkur á útgáfutónleika á Akureyri hjá sér og hljómsveitinni þeirra Umsvif....... þ. 2. ágúst.... einmitt brúðkaupsdagurinn okkar;) Takk elskur fyrir boðið, sjáum hvað við gerum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 02:03
Sumar, sumar, sumar og sól....
Og alls enginn tími til að blogga. Vá hvað það er annars langt síðan að ég hef sett inn blogg hér á síðuna mína. Enda skemmtilegra að njóta veðursins en að vera í tölvunni. Ég er búin að skreppa heim á Seyðis í rúma viku, þar var gaman að vera þrátt fyrir þráláta þoku, en við Seyðfirðingar kunnum ráð við því, einmitt skreppum þá bara í Héraðið. Þar fór ég í skemmtilegan göngutúr upp að Fardagafossi, en hann er Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni eða öllu heldur í lok hennar. Við höfum svo oft ætlað að fara upp að honum en loksins létum við verða að því í blíðviðri og urðum ekki fyrir vonbrigðum. ( á bak við fossinn, sem er svo fallegur, er stærðarinnar hellir ) Þetta er dálítið labb, ekkert annað en gott fyrir fólk, en vinkona mín sem var með okkur og býr í danaveldi þótti þetta full mikil brekka. Ég held hún sé haldin slæmu brekku ofnæmi eftir dvöl sína þar. Annars var þetta alveg ótrúlega góð ferð með góðu verði allan tímann, enduðum á að gista í Varmahlíðinni á tjaldstæðinu þar, og er alveg óhætt að mæla með því og sundlaugin stein snar frá. Síðan kíktum við á Þingeyrarkirkju og safnið þar, mæli líka með því.
En nú er ég komin í framkvæmdir í garðinum hjá mér/okkur og því verður örugglega notalegt að eyða góðum dögum í garðinum. Annars er mikill gestagangur hjá mér þetta sumarið......alla vega í 6 vikur er ég nánast stanslaust með fólk..... En ég/við erum öllu vön.
Við systur, stór hluti af þeim ásamt bróðurdóttur okkar kláruðum viku golfnámskeið í dag, með því að spila upp á Setbergsvelli, gaman, gaman. Og svo er bara að halda áfram í golfinu með systragenginu og frænku. Já það eru sannkölluð forréttindi að eiga svona góða golffélaga.
Ég læt þetta duga í bili og ætla að halda áfram að njóta sumarsins með fjölskyldunni og öllum vinum mínum, samhliða vinnu minni í Krýsuvík/skrifstofu/móttöku. Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar