24.1.2008 | 02:08
† Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir † 10.12.1968-21.01.2008
Meðal fyrstu frétt sem ég fékk þegar ég kom heim eftir vel heppnaða ferð til New York var að Þórdís Tinna hefði látist á mánudaginn var. Hugur minn dvaldi mikið hjá Þórdísi Tinnu þessa daga sem ég var í NY, þar sem ég hafði ekki tækifæri til að fylgjast með á heimasíðu hennar þá daga. Mest höfum við kynnst í gengum dætur okkar sem eru vinkonur og bekkjarsystur og hafa það verið forréttindi að kynnast svo fallegri, einlægri, góðri og orkumikilli manneskju. Það er hart að þurfa að sjá á eftir fólki í blóma lífsins, en eitt er víst að vinkona okkar hefur áorkað miklu í sinni baráttu og opnað fyrir umræðu um kjör krabbameinssjúkra af miklum dugnaði og má segja að þrátt fyrir að hafa þurft að lúta í lægrahaldi fyrir þessum vággesti er hún samt sem áður mikill sigurvegari í gegnum alla sína baráttu. Mig langar að senda öllu hennar fólki; Kolbrúnu Ragnheiði, foreldrum, systkinum og mökum þeirra og stórum vinahópi hennar innilegar samúðar kveðjur. Minning elskulegrar Þórdísar Tinnu mun lifa áfram |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.