21.8.2008 | 23:40
Vá, vá, vá...... Krónan hvað???
Ekki ber á öðru en að krónan okkar styrkist og um heil 0,4% í dag. Og hvað eigum við að dansa og fagna, ég bara spyr . Það er löngu tímabært að stjórnvöld fari að taka ábyrgð á ástandinu hér og gengi krónunnar spilar þar stóra rullu. Hvað ætlum við að leyfa bönkunum að leika sér lengi á erlenda vísu, á okkar ábyrgð? Ég er búin að fá nóg og svo er um marga. Mér verður hugsað til þess að ég var fyrir akkúrat ári síðan stödd í París og þótti þá Evran standa fullstyrkum fæti miðað við okkar ágætu Krónu, en þá var Evran á sa. 90,00 en í dag er hún 121,6. Það segir sig sjálft að kaupmáttur launa okkar er enginn.... já enginn. Og stöðugleiki hvað er það? Hann er ekki til í íslensku efnahagslífi, þannig er það bara.Það er kominn tími fyrir aðgerðir...... Við verðum að koma hér á efnahagsástandi, sem fólk horfir til og trúir á. Halda kannski eihverjir að við kæmumst inn í EES eins og ástandið er hér ??? Nei, nei og aftur nei. Við getum gleymt öllu í þá veru. Ég held að fólk ætti aðeins að kíkja á það sem Árni Páll Árnason er að skrifa/ og segja http://www.arnipall.is Það er mjög fróðlegt fyrir alla. Ég gæti með leik skrifað hér margar síður af áhyggjum mínum af ástandinu hér í efnahagsmálum, því það líður ekki svo vikan að ég taki ekki syrpu ýmist í; huganum eða skelli því á mína pólitísku meðbræður, fjölskyldu og vini. En ég ætla að láta staðar numið hér og vona að eitthvað bitastætt fari að gerast, því ástandið kallar á að brugðist verði við og það ekki seinna en í dag. Ég læt hér staðar numið. Verð svo að fara og kaupa inn með krökkunum, því skólinn er að fara að byrja..... Alltaf hugur á heimilinu og viss spenna hjá börnunum að fara og hitta alla skólafélagana....
Krónan styrktist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.