19.7.2008 | 02:03
Sumar, sumar, sumar og sól....
Og alls enginn tími til að blogga. Vá hvað það er annars langt síðan að ég hef sett inn blogg hér á síðuna mína. Enda skemmtilegra að njóta veðursins en að vera í tölvunni. Ég er búin að skreppa heim á Seyðis í rúma viku, þar var gaman að vera þrátt fyrir þráláta þoku, en við Seyðfirðingar kunnum ráð við því, einmitt skreppum þá bara í Héraðið. Þar fór ég í skemmtilegan göngutúr upp að Fardagafossi, en hann er Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni eða öllu heldur í lok hennar. Við höfum svo oft ætlað að fara upp að honum en loksins létum við verða að því í blíðviðri og urðum ekki fyrir vonbrigðum. ( á bak við fossinn, sem er svo fallegur, er stærðarinnar hellir ) Þetta er dálítið labb, ekkert annað en gott fyrir fólk, en vinkona mín sem var með okkur og býr í danaveldi þótti þetta full mikil brekka. Ég held hún sé haldin slæmu brekku ofnæmi eftir dvöl sína þar. Annars var þetta alveg ótrúlega góð ferð með góðu verði allan tímann, enduðum á að gista í Varmahlíðinni á tjaldstæðinu þar, og er alveg óhætt að mæla með því og sundlaugin stein snar frá. Síðan kíktum við á Þingeyrarkirkju og safnið þar, mæli líka með því.
En nú er ég komin í framkvæmdir í garðinum hjá mér/okkur og því verður örugglega notalegt að eyða góðum dögum í garðinum. Annars er mikill gestagangur hjá mér þetta sumarið......alla vega í 6 vikur er ég nánast stanslaust með fólk..... En ég/við erum öllu vön.
Við systur, stór hluti af þeim ásamt bróðurdóttur okkar kláruðum viku golfnámskeið í dag, með því að spila upp á Setbergsvelli, gaman, gaman. Og svo er bara að halda áfram í golfinu með systragenginu og frænku. Já það eru sannkölluð forréttindi að eiga svona góða golffélaga.
Ég læt þetta duga í bili og ætla að halda áfram að njóta sumarsins með fjölskyldunni og öllum vinum mínum, samhliða vinnu minni í Krýsuvík/skrifstofu/móttöku. Bless í bili
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að ferðast um landið og skoða hvern stein sem maður keyrir yfir. Ég er á því að Íslendingar eru ekki nógu góðir í því að ferðast um landið, landinn er svo upptekinn við að ferðast útfyrir landsteinana. "Bit of both" er náttúrulega best.
Helga Linnet, 21.7.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.