31.12.2007 | 03:18
Ég man nú oft eftir svona áhlaupi...
Eins og segir í fréttinni mikill veðurofsi á austurlandi. Sem austfirðingur- með meiru veit ég að þetta er nú ekki í fyrsta skiptið. En þegar ég bjó heima á Seyðisfirði fannst mér oft eins og meira færi fyrir því í á öldum ljósvakans að segja ýmist frá góðu eða slæmu veðri á suðurlandinu, sérstaklega Reykjavík og nágreni, og það sem sást svo í sjónvarpi sem svakaleg ofankoma var þá oftast ekki neitt, neitt. En því veit ég að þegar við fáum fréttir af austfjörðum um mikinn veðurofsa, þá er sko örugglega mikill veðurofsi. Ég vona hins vegar að á þessum seinasta degi ársins 2007 fáum við betra veður en spáð er, (og að ekki komi til útkalla hjá hjálparsveitafólki, svo það fái notið áramótana eins og við) Þó ekki verði nema í kringum miðnættið þegar árið 2007 og 2008 heilsast og kveðjast. En um leið segi ég við ykkur kæru vinir og bloggarar takk fyrir árið sem er að líða og gleðilegt árið 2008
Erfiðar aðstæður á Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Skoðanakönnun
Á að taka upp evruna?
Athugasemdir
Takk Ásdís mín, og gleðilegt ár. Já það gæti nú verið gaman að hittast einn góðan veðurdag og láta allt amstur lönd og leið og njóta endurfunda. Knús Helena Mjöll
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 4.1.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.