22.12.2007 | 03:27
Fyrir dóttur Þórdísar Tinnu......
Þið sem lesið bloggið mitt sjáið að mér eru mæðgurnar Þórdís Tinna og Kolbrún Ragnheiður ( KR er vinkona og bekkjarsystir dóttur minnar) ofarlega í huga. Þórdís Tinna berst eins og hetja við krabbamein og litla stúlkan hennar stendur sig líka eins og hetja. Ég sá á blogginu hennar ÞT ( sem ég les mjög reglulega) það sem vinnuveitendur hennar hafa gert og ákvað að setja það hér inn í von um að fólk verði duglegt að leggja þeim lið. Með þakklæti og von um betri heilsu hjá ÞT.
Fyrrum vinnuveitendur Þórdísar Tinnu, hjá heildversluninni Sportís í Garðabæ, hafa staðið þétt við bakið á þeim mæðgum með ýmsum hætti frá því að Þórdís greindist. Nú í ár hafa þau sent öllum sínum viðskiptavinum tölvupóst þar sem fram kemur að í stað þess að senda jólakort og konfekt hafi þau stofnað reikning í nafni Kolbrúnar Ragnheiðar. Markmið þessa sjóðs er að m.a. að styrkja hana svo hún geti haldið áfram að stunda píanónámið sitt sem og annað sem framtíðin ber í skauti sér. Þegar Anna Sigga og Skúli hjá Sportís hringdu í okkur og tilkynntu okkur þetta gátum við ekki annað enn klökknað yfir þessu framtaki þeirra. Við viljum því koma á framfæri djúpu þakklæti til þeirra.Við ákváðum að láta reikningsnúmerið fylgja hér fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja þeim lið:
1152-15-201700, kt: 241098-2149.
Einnig höfum við ásamt þeim, Önnu Siggu, Skúla og börnum myndað svokallað tengslanet eða stuðningshóp fyrir Kolbrúnu Ragnheiði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg Jól mín kæra
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.