21.3.2010 | 20:48
Öruggara að sofa ekki heima....
.... segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en hann er einn af 50 íbúum á bæjunum þar, sem rýma þurfti hús í nótt og finnst öruggara að vera ekki heldur heima hjá sér nú í nótt, og er það vel skiljanlegt.
Ég er ekki sannspá, en þann 6. mars sirka talaði ég um að það væri von á gosi og hélt að það kæmi kannski á sama tíma og við kusum á móti ICESAVE..... en ekki rættist það þá. Svo sem varla hægt að segja að ég hafi gripið það úr tómu lofti, flest benti til þess.
Hins vegar er gosið byrjað og hver veit hversu lengi það heldur áfram eða hvort að það fari að gjósa í Kötlu, en samspil virðist alla jafna vera á milli þessara tveggja eldstöðva. Veiga Dís mín yndislega dóttir átti 12 ára afmæli í gær og fékk því eitt stk. eldgos í lok skemmtilegs afmælisdags, ekki amalegt það.
Ég hef fengið nokkrar hringingar frá vinum í útlöndum, sem hafa áhyggjur af okkur hér heima á Íslandi, finnst nóg um að við lifum við mikla kreppu svo ekki bætist þetta nú við. Ég hins vegar er einu sinni þeirra skoðunar að við þurfum að kunna að lifa í sátt við náttúruna og finnst okkur takast það betur en í sátt við leiðinda "kreppu"
Öruggara að sofa ekki heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Skoðanakönnun
Á að taka upp evruna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.