21.3.2010 | 20:48
Öruggara að sofa ekki heima....
.... segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en hann er einn af 50 íbúum á bæjunum þar, sem rýma þurfti hús í nótt og finnst öruggara að vera ekki heldur heima hjá sér nú í nótt, og er það vel skiljanlegt.
Ég er ekki sannspá, en þann 6. mars sirka talaði ég um að það væri von á gosi og hélt að það kæmi kannski á sama tíma og við kusum á móti ICESAVE..... en ekki rættist það þá. Svo sem varla hægt að segja að ég hafi gripið það úr tómu lofti, flest benti til þess.
Hins vegar er gosið byrjað og hver veit hversu lengi það heldur áfram eða hvort að það fari að gjósa í Kötlu, en samspil virðist alla jafna vera á milli þessara tveggja eldstöðva. Veiga Dís mín yndislega dóttir átti 12 ára afmæli í gær og fékk því eitt stk. eldgos í lok skemmtilegs afmælisdags, ekki amalegt það.
Ég hef fengið nokkrar hringingar frá vinum í útlöndum, sem hafa áhyggjur af okkur hér heima á Íslandi, finnst nóg um að við lifum við mikla kreppu svo ekki bætist þetta nú við. Ég hins vegar er einu sinni þeirra skoðunar að við þurfum að kunna að lifa í sátt við náttúruna og finnst okkur takast það betur en í sátt við leiðinda "kreppu"




![]() |
Öruggara að sofa ekki heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 01:20
Það gæti orðið tveir fyrir einn hjá öllum erlendu fréttamönnunum hér um helgina, ekki bara Icesave kannski líka eldgos....
Ætli flestir þeir fréttamenn erlendis frá sem hér eru staddir þessa dagana hafi ekki komið vegna Icesave-kosninganna
Hvað gerist á morgun í sjálfum kosningunum veit ég ekki, en ég er alla vega ein þeirra sem mæti á kjörstað
En hitt er þó alveg öruggt að þessir tveir skjálftar
, sem mældust tæplega 3 á Richter, undir Eyjafjallajökli í gærmorgun, svo Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu, krydda örugglega nægjanlega tilveru alls þessa hóps fréttamanna. Þannig að kannski það verði tveir fyrir einn á lágu gengi íslensku krónunnar
Spennandi dagur framundan;)




![]() |
Fjöldi skjálfta yfir 2 á Richter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Skoðanakönnun
Á að taka upp evruna?