Bjartur Ari er allur að hressast!

Ég hef lítið skráð hér seinustu vikur. Mikið verið að gera hjá mér, hef þó verið mest upp á Barnaspítala með Bjart Ara, sem hefur verið þvílíkt kvalinn í kviðarholinu og illa gengur að finna út hvað er í gangi. Gott að allar prufur, sónar, speglun, sýni og allt virðist vera í lagi...... Wink . En samt þarf að gefa honum morfín aftur og aftur við verkjum Errm . Ekkert annað virðist duga. Er eitthvað undarlegt þó við hjónakornin séum ekki alveg ánægð hvað þá drengurinn. Vil samt taka það fram að hann er með frábæran lækni Lúther Sigurðsson, búinn að vera læknirinn hans í tæpl. tvö ár. Ég er samt vongóð þar sem hann var ágætur í gær og svo góður í dag að hann fór í skólann í fyrsta skipti í ég man ekki alveg hversu langan tíma. En vonum bara að þetta sé að komast í lagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

Ég er með ykkur í huganum....held að ég finni jafn mikið til og þið  Ekki laust við að maður verði hálf "paranoja" sjálfur.

Ég veit að Lúther er góður læknir...dálítið grófur...en tekur starfið sitt alvarlega svo hann ætti að vera í góðum höndum.

Væri samt betra að niðurstöður færu að koma í ljós

Helga Linnet, 8.4.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Takk Helga mín!  Þetta er alveg rétt hjá þér, ansi vont að vita ekki hvað veldur.  En vitandi að Lúther er á vaktinni friðar okkur. Kv. Hmj

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helena Mjöll Jóhannsdóttir
Helena Mjöll Jóhannsdóttir
Ég er varabæjarfulltrúi f. Samfylkinguna í Hafnarfirði. Og starfa sem ráðgjafi/fulltrúi á skrifstofunni hjá Meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Er formaður Forvarnarnefndar Hafnarfjarðar. Talsmaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar. En fyrst og fremst er ég móðir 4 fábærra baran/unglinga og eiginkona míns ekta maka Hans
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 748

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband