Hvernig er þetta með íþróttafréttamenn þegar kemur að enska boltanum....?

Arsenal hélt sig hafa jafnað metin í uppbótartíma þegar Van Persie skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu og í kjölfari var Wenger rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.

Þar með tapaði Arsenal sínum fyrsta leik á tímabilinu en liðið hefur 6 stig eftir þrjá leiki en United 9 stig eftir fjóra leiki. Arsenal veitt meisturunum svo sannarlega harða keppni en leikurinn var í járnum allan tímann. 

Þetta er tekið beint upp frá mbl.is og dæmigert að þurfa að lesa að; ,,Arsenal hafi svo sannarlega veitt meisturunum harða keppni''...... Eins og ekki hefð mátt standa að ,,Man U  veitti Arsenal svo sannarlega harða keppi, en leikurinn var í járnum allan tímann''...... það segir nú meira en mörg orð.

Nei það er allt á eina bókina lært hér á landi þegar kemur að enska boltanum við getum þakkað fyrir ef nefnd eru fleiri en 2 lið í úrvalsdeildinni. Þetta er að verða hálf barnalegt hjá íþróttafréttamönnum. Hugsið nú um heildina og munið að það er mikil breidd í enska boltanum og spennandi þegar deildin er að byrja og raunar gaman að sjá þegar lið sem kannski eru ekki eins algeng í efstu sætum úrvalsdeildar tróna í toppsætunum sum skemur en önnur, en gefum þeim líka séns.

Það eru fleiri lið í úrvalsdeildinni  en 2-4 lið, ef þið eruð ekki vissir þá skulu þið bara hafa það hugfast að þau eru 20. Sýnið smá reisn og vinnið fagmannlega þegar kemur að enska boltanum hvar sem er í fréttum.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helena Mjöll Jóhannsdóttir
Helena Mjöll Jóhannsdóttir
Ég er varabæjarfulltrúi f. Samfylkinguna í Hafnarfirði. Og starfa sem ráðgjafi/fulltrúi á skrifstofunni hjá Meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Er formaður Forvarnarnefndar Hafnarfjarðar. Talsmaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar. En fyrst og fremst er ég móðir 4 fábærra baran/unglinga og eiginkona míns ekta maka Hans
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband